fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Nú talar Guðni líkt og Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð

Egill Helgason
Laugardaginn 25. júní 2016 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verð ég að segja eins og er, þetta er heldur klént svar hjá verðandi forseta Íslands – og furðu líkt því sem maður er að heyra úr munni Ólafs Ragnars Grímssonar og Sigmundar Davíðs. Það kemur á óvart að Guðni tali með svo yfirborðslegum hætti.

Að í svona risavöxnu máli sem varðar samtíð og framtíð þjóðar, eigi fólkið allt síðasta orðið. Það lærum við af Bretum núna. Fyrir okkur Íslendinga held ég að þetta breyti miklu til betri vegar. Við sjáum núna aukin tækifæri til að rýna í framtíðina, velja okkur leiðir. Fyrir Brexit getum við sagt að málið hafi snúist um annars vegar það að vera þar sem við erum eða hugsanlega leita eftir aðild, núna eru miklu fleiri leiðir opnar. Nú eru tækifærin fram undan. Mörg tækifæri.

Nú reynir á stjórnmálamennina að rýna í það. Til dæmis aukin samvinna á norður Atlantshafi, til dæmis aukin samvinna við Norður Ameríku, hugsanlegur vöxtur og viðgangur EFTA, þar sem Bretar voru á sinni tíð, kannski vilja þeir fara þangað inn, það á víst að bjóða þeim þangað. Svo er svo margt annað í þessu, hvað verður um stóra Bretland? Sameinaða konungsríkið? Skotar vildu vera áfram í Evrópusambandinu, hvað verður um þá? Hvað þýðir þetta fyrir Norðurlöndin? Danir gætu hugsað sér til hreyfings fái Bretar mikinn og góðan kjarasamning við Brussel, þannig að allt er þetta í deiglunni, en skapar eins og ég segi tækifæri frekar en ógnir.

Frambjóðandinn fullyrðir beinlínis að þetta “breyti miklu til betri vegar”? Hann fer býsna nálægt Ólafi Ragnari Grímssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem fagna ákaft. Ólafur Ragnar segir beinlínis að þetta séu “mjög góð tíðindi fyrir Ísland” og fimbulfambar um Norðurslóðir og eitthvað sem hann kallar Norður-Atlantshafsþríhyrninginn.

Aðrir sem fagna eru meðal annarra Donald Trump, Marine Le Pen, Vladimir Putin, Norbert Hofer og Geert Wilders.

Guðni Th. Jóhannesson er aðeins yngri en ég. Við höfum báðir notið þess að lifa einstaka tíma friðar, frelsis og velmegunar. Því miður eru hræðileg teikn á lofti – alls staðar sjáum við uppgang þjóðernispópúlisma, haturs og öfga. Hætt er við að þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi virki eins og herhvöt á þjóðernishreyfingar út um alla Evrópu. Nú sjá þær sitt tækifæri. Og við erum ekki bara að tala um þjóðernissinna, því innan um eru alvöru fasistar. Við sjáum aftur vofu fasismans rísa upp í Evrópu. Því er jafnvel spáð að samstarf Evrópuþjóða kunni að liðast í sundur. Það er ekki gallalaust, óaánægja kraumar víða – hún beinist bæði að ríkisstjórnum sem sitja í einstaka löndum og Evrópusambandinu. Stundum grautast þetta saman eins og í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi – þar var ESB beinlínis kennt um allt sem er aflaga í þessu ríki, staðnum þar sem ríkir mest stéttaskipting, mestur ójöfnuður, þar sem er í raun óréttlátasta þjóðfélagsgerð í allri Vestur-Evrópu.

Íslendingar hafa vissulega átt náin tengsl við Bretland gegnum tíðina, en þaðan hefur líka komið margt sem hefur skaðað okkur. Fáar þjóðir tileinkuðu sér thatcherismann og síðan blairisman af þvílíkum ákafa. Íslensku útrásarvíkingarnir litu á London sem höfuðborg sína og lærðu marga ósiðina þar. Nú gæti jafnvel stefnt í að til valda í Bretlandi kæmist mjög öfgafull hægristjórn – langt til hægri við hinn nokkuð hófsama Cameron.

Við þetta tilefni þurfa þeir sem unna friði og frelsi að láta heyra vel í sér. Vangaveltur um hvort Ísland græði eru hjárænulegar. Ungt fólk í Bretlandi kaus upp til hópa gegn útgöngunni úr ESB – ungt fólk á Íslandi mun ekkert græða á upplausn í Evrópu.

Greining Guðna á þjóðaratkvæðagreiðslunni er líka grunnfærin – þetta tal um að fólkið eigi alltaf síðasta orðið. Jú, vissulega er það meginregla, en margir gallar þjóðaratkvæðagreiðsa urðu þarna augljósir og hvað þær geta valdið miklum klofningi. Í þessu tilviki er það sundrung milli borga og dreifbýlis, milli landshluta, milli aldurshópa. Og þarna hefur líka komið í ljós hvernig hatursáróður og alls kyns rökleysur fá að vaða uppi. Foringjar útgöngusinna eru þegar farnir að bakka með alls kyns loforð og yfirlýsingar sem þeir gáfu.

13521927_10154274746843894_4133670251223935859_n

Súlurit sem sýnir aldursskiptinguna í kosningunum í fyrradag. Gamla fólkið tekur ákvörðun um framtíð unga fólksins.

13501561_10153483005045566_4039066867776492067_n

Hér er aðeins meira viðbótarefni, þetta er úr Financial Times. Bæði um hvernig gamla fólkið tekur ráðin af unga fólkinu, en líka um hvernig við erum að upplifa andúð á menntun og upplýsingu – við munum hvernig fór síðast þegar slíkar hugmyndir tóku völdin í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“