fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Hvernig snýr Ólafur sig út úr þessu? Icesave dugir varla lengur

Egill Helgason
Laugardaginn 7. maí 2016 18:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson er gestur í Eyju Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 á morgun.

Það verður að segjast eins og er, maður getur varla ímyndað sér hvernig hann getur snúið sér út úr þeim vandræðum sem hann er kominn í – eða yfirleitt hvernig hann ætlar að reyna það?

Nú reynir á klókasta stjórnmálamann á Íslandi á okkar tíð. Þetta verður allavega forvitnilegt að sjá.

Guðni Th. Jóhannesson er maður sem hefur hvergi komið nálægt stjórnmálum – það virkar ansi erfitt að ætla að finna raunverulegan höggstað á honum.

En hann hefur náttúrlega tekið þátt í þóðfélagsumræðu, sérstaklega eftir hrun, og menn eru að reyna fyrir sér með tilvísun í að hann, þá sagnfræðingur úti í bæ, hafi stutt Icesave.

Icesave tryggði Ólafi Ragnari kjör fyrir fjórum árum – en það mun ekki duga til að þessu sinni.

Hér er einn sem er illilega í nöp við báða þessa frambjóðendur og líklega þá alla – hugði enda á framboð sjálfur. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag.

 

Screen Shot 2016-05-07 at 14.29.58

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?