fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Cameron og Bjarni

Egill Helgason
Föstudaginn 8. apríl 2016 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er kominn í mikil vandræði vegna aflandsmála.

Faðir hans var yfir sjóði sem geymdi peninga á aflandseyjum. Það er komið í ljós að Cameron sjálfur hagnaðist á þessum bisness. Hann hefur orðið margsaga í málinu.

Nú hækka raddirnar sem krefjast afsagnar Camerons og þeim fjölgar stöðugt.

Cameron hefur þótt vera teflon-maður í pólítík, en kannski er það tímabil á enda.

Fari hann frá er líklegt að George Osborne fjármálaráðherra taki við, en Boris Johnson, borgarstjóri í London, bíður átekta. Hann girnist völdin og er ósárt um að Cameron falli.

Þetta kemur á tíma þegar aðeins tveir mánuðir eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.

Og svo má spyrja – myndi afsögn Camerons ekki hafa áhrif á Sjálfstæðisflokkinn á Íslandi? Hann hefur alltaf litið mjög til Íhaldsflokksins breska. Stundum er hann nánast eins og móðurskipið.

Staða Bjarna Benediktssonar hefur ekkert verið að styrkjast. Hann virkaði áberandi óhamingjusamur þegar hann var að tilkynna um hina nýju ríkisstjórn. Hann getur ekki verið forsætisráðherra með góðu móti.

Og nú segir einn öflugasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, að fleiri hefðu mátt „stíga til hliðar“.

 

David Cameron

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk