fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Tunglsljós í Grikklandi – gata frelsis í Tyrklandi

Egill Helgason
Mánudaginn 21. mars 2016 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkona mín ein tók þessa mynd í kvöld á fullu tungli af kirkjunni Panagia sem gnæfir efst á kletti á eyjunni Folegandros. Þetta er reyndar ekki páskatungl í Grikklandi – þetta árið eru grísku páskarnir ekki fyrr en 1. maí.

Manni verður hugsað aftur í söguna, næstum til eilífðarinnar. Þarna hefur tunglið komið upp með silfurljóma og skinið á menn frá alda öðli – við getum farið mörg þúsund ár aftur í tímann.

Grikkir hafa ótal ljóð um tunglið. Hér er eitt dásamlega fallegt, sungið af Harry Belafonte sem fer býsna vel með grískuna, Tunglið mitt.

 

1924111_10207300981196126_5841056685217998930_n

 

Mér er þessi hluti heimsins afar kær. Skiptin sem ég hef farið til Grikklands eru talin í tugum og ég fór líka að leggja leið mína til Tyrklands. Víða horfir maður þangað yfir af ströndum grískra eyja – það er fáranlegt annað en að fara yfir.

Folegandros er reyndar nokkuð langt frá, það skellur varla neinn flóttamannastraumur á eyjunni. Þetta er frekar afskekktur staður með aðeins um 700 íbúa.  Straumur flóttamanna er mestur á eyjum eins og Kos, Samos og Lesbos sem eru næst Tyrklandi.

Nú hefur Evrópusambandið gert samkomulag við Tyrki. Því er meðal annars ætlað að afstýra því að gríðarlegur fjöldi flóttamanna reyni að komast til Grikklands og lokist þar jafnvel inni þegar ríki fyrir norðan loka landamærum sínum. Maður spyr hvort að þetta samkomulag haldi, hvort það sé alveg siðlegt – en kannski var ekki annað í stöðunni?

Það er hryllingur að fylgjast með uppgangi öfgaafla sem annað hvort magna upp flóttamannastrauminn eða nærast á honum.

Ég nefndi Tyrkland. Ég hef margoft komið til Istanbul. Í fyrradag var sprengt þar á hinni fjölförnu götu Istiklal. Þetta er ein af helstu götum heimsins, gríðarlega fjölfarin, staður fyrir blómlegt og fjölbreytt mannlíf, gata frelsis. Hryðjuverk þarna hryggir mig ósegjanlega.

 

Istiklal_busy_afternoon

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið