fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Sameining sjúkrahúsa, stóri spítalinn og Framsóknarflokkurinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. mars 2016 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar rifjuð er upp saga hins nýja hátæknisjúkrahúss sem enn hefur ekki risið, hvorki við Hringbraut eða annars staðar kemur ýmislegt áhugavert upp.

Eins og til dæmis að löngum var þetta mál Framsóknarflokksins fremur en annarra flokka. Framsókn átti ráðherra heilbrigðismála samfellt í heil tólf ár, frá 1995 til 2007. Á þeim tíma var mótuð stefna í heilbrigðismálum sem kristallast í áformunum um stóra spítalann.

Á þessum tíma varð mikil sameining sjúkrahúsa í eitt bákn. Það gerðist 1999. Margir sjálfstæðismenn voru mikið á móti þessari sameiningu. Einn þingmaður flokksins hálfpartinn grét á öxlinni á mér nokkrum árum síðar – viðkomandi leið enn svo illa yfir þessu. Borgarspítalinn var á sínum tíma eitt helsta stolt Sjálfstæðismanna í borginni, prýddi forsíður á kosningabæklingum þeirra.

Sameiningin hefur líka verið gagnrýnd á margan hátt í gegnum tíðina. Stjórnsýslufræðingurinn Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fann henni flest til foráttu í umræðum sem geisuðu á árunum fyrir hrun. Þá sagði hún að stjórnvöld á Íslandi mótuðu ekki stefnu í heilbrigðismálum – hún gerðist bara. Þannig hefði ákvörðunin um sameiningu sjúkrahúsanna verið tekin án umræðu.

Hugsanlega má líka segja þetta um stóra spítalann á Hringbrautinni, sem nú er ekki lengur kallaður hátæknispítali. Hann gerðist bara. Ein af ástæðunum fyrir að verkið er ekki komið miklu lengra er í raun hversu lítil sannfæring hefur lengstum verið fyrir því.

Einar Guðmundsson læknir skrifaði um sameiningu sjúkrahúsanna í Fréttablaðið í fyrra, í tilefni af því að 15 ár voru liðin frá henni. Hann spurði hvort gengið hefði verið til góðs? Niðurstaða hans var sú að svo væri ekki. Hann benti líka á að „þjóðin hefði ekki verið með í ráðagjörðinni“.

Stundum hefur hugmyndin um byggingu hátæknisjúkrahússins verið rakin til þess að Davíð Oddsson veiktist þegar hann var forsætisráðherra og fékk að kynnast innviðum heilbrigðiskerfisins. Ákveðin upphæð af sölu Símans var merkt til byggingar spítalans. En eftir sameiningu sjúkrahúsanna beindist heilbrigðisstefnan ætíð að þessum eina punkti, mikilli miðstýringu, einu stóru sjúkrahúsi – sem var valinn staður við Hringbraut. Meðan hefur margt annað þurft að sitja á hakanum, meðal annars uppbygging heilsugæslu sem hefur fengið að dankast og heimilislæknar verða æ fágætari.

Þess má geta formaður framkvæmdanefndar byggingarinnar var enginn annar en Framsóknarmaðurinn Alfreð Þorsteinsson. Þá voru Framsóknarmenn enn með heilbrigðisráðuneytið. Efasemdir um bygginguna fóru svo að gera vart við sig hjá Framsókn að ráði fyrir svona þremur árum og nú er svo komið að það er líkt og Framsóknarflokkurinn sé einn á móti því að stóri spítalinn rísi við Hringbrautina, allir hinir séu með.

Það er svo partur af sögunni að Reykjavíkurborg brást mjög skjótt við áformunum um spítalabygginguna og fór að leggja götur eins og væri kapphlaup við tímann til að þjóna henni. Þannig varð til hinn fáránlegi hraðbrautarspotti í Vatnsmýrinni. Þar geta ökumenn gefið á stuttum en breiðum vegi, en báðum megin við eru mun þrengri og mjórri götur. Frá sjónarhóli hönnunar umferðarmannvirkja er þetta algjörlega út í hött.

Þetta gerðist á tíma R-listans, þá var borgarstjóri Steinun Valdís Óskarsdóttir. Hún lýsti því seinna yfir að hún hefði skipt um skoðun, hún hefði haft rangt fyrir sér um spítalann og vildi hætta við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið