fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Kirsuberjatré í Skeifunni

Egill Helgason
Mánudaginn 14. mars 2016 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður fagnar hlýnandi veðri. 17,6 stiga hita á Siglufirði í gær, 9 stigum í Reykjavík. Klakinn hverfur óðum og hinir miklu snjóskaflar sem hafa hlaðist upp í vetur. Þeir verða þá kannski ekki fram í júní eins og var á verstu vetrunum í kringum 1980.

Eða kannski er þetta ekkert fagnaðarefni, við Íslendingar gætum verið lentir í langvinnum kuldapolli, en samkvæmt NASA er þetta hlýjasti febrúarmánuðurinn sem nokkurn tíma hefur verið mældur. Og stökkið er víst stórt, 1,35 gráður yfir meðaltali, í fréttum RÚV er notað orðið loftslagsneyðarástand.

Tilfinningarnar eru semsé blendnar. Þegar maður vaknar á þessum mánudagsmorgni hugsar maður um heim þar sem fasistar og rasistar eru að ná völdum, sbr. Þýskaland og Bandaríkin, þar sem alþjóðasamstarf liðast í sundur og loftslagsbreytingar tröllríða mannkyninu.

En svo má líka skoða málin með smá bjartsýni eins og er gert í tillögum um uppbyggingu Skeifunnar frá Trípolíarkítektum. Frá þessum tillögum var sagt í Fréttatímanum og margt þar lítur ágætlega út.

Til dæmis þessi kirsuberjatré sem standa í blóma þarna, reisuleg og glæst, í uppbyggðri Skeifu – að því er segir árið 2060. Maður á víst ekki eftir að upplifa þetta, en þarna er allavega björt framtíð.

 

Tripoli_Skeifan-2060-a-net_nytt1-776x522

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi