fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Fjögurra mánaða svellbunki

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. mars 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég man ekki eftir annarri eins hálku og í vetur. Hans verður minnst sem hálkuvetrarins mikla. Nema komi fleiri eins í kjölfarið.

Þetta er svellbunkinn við annað garðshliðið hjá mér, það sem liggur út að bílastæðinu. Þetta hefur verið svona síðan í nóvember. Þarna er fjögurra mánaða svell. Það er aðeins farið að minnka.

Þar sem ég hef komið í efri byggðir Reykjavíkur og út á land í vetur hafa alls staðar blasað við svellbreiðurnar. Landið okkar ber nafnið Klakinn með rentu.

Í svona færð er best að tipla eins og mörgæs – spurning hvort það gæti haft varanleg áhrif á göngulag okkar ef svellin halda áfram. Íslendingar gætu orðið þekktir fyrir sérstætt göngulag.

Nú er að hlána aðeins. Að minnsta kosti í bili. Spurning hvort svellbunkinn á myndinni gefi loks endanlega eftir. Ég mun ekki sakna hans. En undan þessu kemur skítug borg, eins og oft er að vori, með holóttar götur og gangstéttir sem hafa færst úr lagi – og allt útbíað í salti og sandi.

En ég er svartsýnismaður og hef enga trú á að vorið sé að koma.

 

FullSizeRender

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir

Nína Richter skrifar: Þegar kærastar urðu asnalegir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna