fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Stórárás Moggans á Katrínu Jakobsdóttur

Egill Helgason
Laugardaginn 5. mars 2016 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

12814201_10205783735374500_8373577023914083575_nForsetakosningar á Íslandi eru yfirleitt nokkuð settlegar. Það kann að breytast nú. Við sjáum að fólk sem stingur fram hausnum og sýnir einhverja löngun til að verða forseti, fær umsvifalaust yfirhalningu á Facebook. En samskiptamiðlarnir eru eitt, þeir lúta engri ritstýringu, fjölmiðlarnir annað. Þeir hafa yfirleitt haldið sig fremur til hlés í mati á frambjóðendum.

Annar tónn er sleginn í Reykjavíkurbréfi Moggans í dag. Þar leggur Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, til stóratlögu við Katrínu Jakobsdóttur – þegar framboð hennar er ekki einu sinni orðið að veruleika. Hún er jú bara að hugsa málin.

Davíð finnur Katrínu allt til foráttu. Hún er vænd um hatur á stjórnarskrá Íslands og henni er borið á brýn að vera leppur Steingríms J. Sigfússonar og Björns Vals Gíslasonar. Hún gangi erinda þeirra í stóru og smáu. Markmiðið sé að koma Katrínu í lykilstöðu svo Steingrímur komist aftur til valda. Og auðvitað er Icesave nefnt – hvað annað?

Er þetta upptaktur fyrir það hvernig forsetakosningarnar verða?  Stundum hafa árásir af þessu tagi reyndar styrkt forsetaframbjóðendur, er þá sérstaklega að nefna blaðaauglýsingu nokkurra kaupsýslumanna fyrir kosningarnar 1996 en þar fundu þeir Ólafi Ragnari Grímssyni allt til foráttu. Þetta magnaði upp samúð með Ólafi – og var aðhlátursefni víða. Og svo er spurningin – hræðir svona umræða Katrínu frá framboðinu eða hefur hún þveröfug áhrif?

En Mogginn er búinn að skipa sér í lið – gegn Katrínu og það af miklu offorsi. Og þetta gæti verið upptakturinn að miklu harðari og óvægnari forsetakosningum en áður hafa þekkst á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum