fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Eyjan

Birgitta stendur fast á stuttu þingi en Helgi Hrafn kannast ekkert við það

Egill Helgason
Laugardaginn 27. febrúar 2016 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ImageHandler-1Margoft hefur verið fjallað um hér á þessari síðu þær hugmyndir Pírata að hafa næsta kjörtímabil stutt, kjósa um stjórnarskrá og ESB. Þetta er djarft, en spurning hvernig það fellur í kramið hjá kjósendum þegar nær dregur kosningum. Verða þeir kannski að hugsa um önnur mál? Þannig var sagt frá samþykkt þessarar tillögu á aðalfundi Pírata í ágúst á síðasta ári á Rúv:

Að næsta kjörtímabil verði stutt og þar á þinginu verði eingöngu til umfjöllunar tvö mál; stjórnarskrármálið og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu. Og þingið gangi út á það að samþykkja að færa þjóðinni þetta hvort tveggja; annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu hvað varðar Evrópusambandsmálið og hins vegar að samþykkja nýja stjórnarskrá, sem sagt ný stjórnskipunarlög byggð á tillögum stjórnlagaráðs. Við höldum að þetta sé aðalmálið hjá þjóðinni.

Birgitta Jónsdóttir ítrekaði þetta svo í viðtali í sjónvarpsþættinum Eyjunni snemma í þessum mánuði. Þá sagði hún að enginn afsláttur yrði gefinn varðandi stutt tímabil og stjórnarskrá.

Deilur innan Pírata eru kannski farnar að rista mun dýpra en menn átta sig á.  Sagan segir að lítið talsamband sé milli þingmanna. Kjarninn hefur eftirfarandi eftir Helga Hrafni Gunnarssyni í dag, hann vill ekkert kannast við stutt þing:

Þá sé sá misskilningur í gangi að Píratar vilji styttra þing á næsta kjörtímabili. Það er hins vegar Birgitta Jónsdóttir sem er á þeirri skoðun, en Helgi Hrafn undirstrikar að tillagan hafi verið felld á aðalfundi og að hann sé ekki sammála Birgittu í þessu máli.

Birgitta Jónsdóttir svarar um hæl á Facebook:

Helgi Hrafn virðist algerlega gleyma því að þetta er bara ekki tillagan mín heldur tillaga sem hlaut langmestan stuðning frá félögum okkar í kosningakerfinu: Betri aðafundur um þau málefni sem Píratar vildu leggja áherslu á á aðalfundinum.

Síðan er það stórkostlega mikil rangfærsla að segja að tillagan hafi verið felld, henni var breytt smávægilega þar sem ákveðið var að hafa það opnara en ella að hafa þetta lengur en 9 mánuði, þetta er þó samkvæmt tillögunni ekki ályktun um lengra tímabil en eitt þing. Eitt þing er eitt ár og eitt kjörtímabil eru fjögur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum