fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Sigurður og fálkaorðan

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. desember 2015 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Einarsson fékk fálkaorðuna um áramótin 2007. Hann tók við henni frá svonefndum stórmeistara orðunnar, forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni – sem á þeim tíma var sérstakur verndari íslensku útrásarinnar  og í raun maðurinn sem öðrum fremur skóp orðfæri hennar.

Þetta stóð í tilkynningunni um orðuveitinguna:

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, Bretlandi, riddarakross fyrir forystu í útrás íslenskrar fjármálastarfsemi.

Sigurður var á þessum tíma í vinfengi við forsetann og tíður gestur á Bessastöðum. Og það verður náttúrlega að segja eins og er – menn skriðu unnvörpum fyrir útrásarvíkingum, á þá mátti varla halla orði. Þeir fengu líka að finna til tevatnsins sem það reyndu.

En þetta var satt að segja heldur vond tímasetning, því þarna var byrjað að molna verulega undan íslenska bankakerfinu.

Hinn furðulegi íslenski hlutabréfamarkaður – sem margir vissu reyndar að var handstýrt að miklu leyti  (menn töldu bara að bankarnir mættu allt) – átti reyndar enn eftir að hækka og náði 9040 stigum í júlí það ár.

Hann endaði í 300 stigum  eftir hrun. Þetta eru tölur sem er alltaf jafn gaman að nefna við útlendinga, sérstaklega Bandaríkjamenn, sem eru vanir að fylgjast með hlutabréfamörkuðum. Þeir verða alveg hlessa – og skilja auðvitað að svona getur ekki gerst nema eitthvað sé í stórkostlegu ólagi.

En einhvern veginn finnst manni hálftilgangslaust að svipta Sigurð orðunni – eiginlega jafn tilgangslaust og það var að veita honum orðuna á sínum tíma. Fálkaorðan hefur ekki þann sess í huga Íslendinga að þetta skipti máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt