

Nicolas Hénin er franskur blaðamaður sem var gísl hjá Isis í tíu mánuði. Hér er stutt viðtal við hann frá félagskap sem nefnist The Syria Campaign
Þetta er ótrúlega glögg samantekt á ástandinu í Sýrlandi, tilverugrundvelli Isis, hinni ótrúlegu grimmd Assads, mistökum Vesturlanda og nauðsyn þess að finna pólitíska lausn sem kippir fótunum undan Isis í stað þess að svara með sprengjuárásum sem auka einungis á þjáningu almennra borgara og styrkja hugmyndaheim íslamistanna.
Þetta er maður sem veit hvað hann er að tala um. En því miður ráða ferðinni innantómir stjórnmálamenn eins og David Cameron – skilgetið afkvæmi hins hola Tonys Blair – sem ásakar þá sem hafa efasemdir um að varpa sprengjum á Sýrland fyrir að vera stuðningsmenn hryðjuverkamanna. Í heimi slíkra pólitískra snýst allt um sýnd fremur en reynd.
Hér er reyndar einn flokksbróðir Camerons, Íhaldsþingmaðurinn Adam Holloway, sem segir að loftárásirnar byggi á lítilli hugsun og vanþekkingu á aðstæðum, ef ekki sé gripið til víðtækari pólitískra aðgerða sé hætta á að ástandi versni enn.