fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hringbrautin nútímaleg og nýmalbikuð

Egill Helgason
Mánudaginn 14. desember 2015 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þarna er merkileg ljósmynd sem sýnir þegar nútíminn hefur hafið innreið sína í Reykjavík. Þarna er nýbúið að malbika Hringbrautina með tveimur akgreinum. Það er nútímaleg borg sem birtist okkur þarna með breiðum götum, reisulegum húsum og hitaveitutönkum efst í Öskjuhlíðinni.

En bílaumferðin er sáralítil, einhvern veginn virkar myndin eins og hún sé tekin að morgni dags, en við sjáum að það er enn snjór í Bláfjöllunum.

Og við sjáum glöggt hver er stærsta breytingin á Reykjavík síðustu áratugina, það eru sama og engin tré, trjágróðurinn sem nú einkennir Hljómskálagarð og Öskjuhlíð er ekki sprottinn. Hvaða áhrif ætli gróðurinn hafi á veðurfarið í borginni – eins og til dæmis í óveðrinu um daginn, þegar vindar hvinu og gnauðuðu en var lítið að veðri innan gömlu borgarmarkanna.

Ljósmyndin greinilega tekin úr turninum á Þjóðminjasafninu. Safnið var flutt í húsið við Hringbraut 1950, myndin er líklega tekin um það leyti.

Eins og allir vita fer Hringbrautin alls ekki í hring, en upphaflega átti hún að vera hringvegur um borgina. Snorrabrautin var þá hluti af Hringbraut – ég þekki eldri borgarbúa sem enn tala um Snorrabraut sem Hringbraut.

Það er svo makalaust að hugsa til þess hvernig þetta svæði lítur út núna, með mörgum akbrautum, þvers og kruss  – sem sumar eru hannaðar miðað við spítala sem hefur aldeilis orðið töf á að rísi.

Myndin birtist á vefsíðunni Gamlar ljósmyndir, en ekki kemur fram hver er höfundur hennar.

 

 

255783_593900673961288_476446947_n

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt