
Stundum er sagt að góð íþrótt sé gulli betri.
Gríðarlegur fréttaflutningur hefur verið af viðureign Gunnars Nelson og Demians Maia í íþróttinni MMA, langmestur þó á fjölmiðlum 365.
Það fór svo að Gunnar tapaði. Ósigur hans fólst í því að hann var keyrður niður í gólf, honum haldið og hann laminn viðstöðulaust í hausinn.
Segir svo frá á Vísi:
Ef hann var ekki með Gunnar í lás var hann að berja hann sundur og saman. Fyrir þriðju og síðustu lotuna var Maia búinn að landa 114 höfuðhöggum og þau urðu bara fleiri.