

Mjög söguleg ljósmynd, tekin af Skafta Guðjónssyni. Birtist á vefnum Gamlar ljósmyndir. Vetur og mikill snjór framan við Stjórnarráðið 25. janúar 1951.
Eins og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir í texta við myndina þá eru þarna Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, og Dwight Einsenhower, aðalhershöfðingi herja bandamanna í heimsstyrjöldinni.
Þeir ræddu veru bandarísks hers á Íslandi, en ári síðar var Eisenhower orðinn forseti Bandaríkjanna undir kjörorðinu fræga: I like Ike!
Nokkur mannfjöldi stendur álengdar í Bankastræti, en ekki verður séð að séu á lofti nein mótmælaspjöld.
Varnarsamningurinn svokallaður var gerður milli Íslands og Bandaríkjanna þetta ár – og er í raun enn í gildi þótt Bandaríkjaher sé ekki lengur í varnarstöðinni á Miðnesheiði.
