fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Allar dyr lokast fyrir hælisleitendur frá Albaníu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. desember 2015 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ömurlegt að sjá fólki vísað burt frá Íslandi að næturþeli og maður verður var við mikla reiði vegna albönsku fjölskyldunnar sem var rekin burt í nótt. Skiljanlega, það birtast fréttir og myndir sem vekja heitar tilfinningar.

En þetta er samt ekki séríslenskt, langt í frá. Öll Evrópa hefur verið að loka dyrunum á flóttamenn frá Albaníu og löndum Balkanskagans, eins og sjá má í þessari frétt frá Reuters frá því í september – þarna eru flugvélar að fara frá Þýskalandi með Albani sem hefur verið neitað um landvist. Ein ástæðan sem er gefin upp er að verið sé að rýma fyrir flóttafólki frá Sýrlandi.

Þýsk yfirvöld hafa meira að segja efnt til auglýsingaherferðar í Albaníu til að sporna við hælisleitendum þaðan – þau ráða þarlendu fólki frá því að reyna að komast til Þýskalands. Samkvæmt þessari frétt á Euractiv er hlutfall þeirra sem fá hæli afar lágt, ekki nema 0,6 prósent á fyrri hluta þessa árs. Það er sagt að Albanir fái ekkert í Þýskalandi nema miða aftur heim.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands,  var nú í vikunni valin „maður ársins“ hjá Time, ekki síst vegna mannúðlegrar afstöðu til flóttafólks.

Evrópusambandið hefur verið að setja reglur um að Albanir komi frá upprunalandi sem er öruggt, safe country of origin, eins og líka má lesa á vef Útlendingastofnunar, semsagt að þar séu ekki ofsóknir, mannréttindabrot eða stríð sem réttlæti veitingu hælis – ólíkt því sem á við um Sýrlendinga sem eru beinlínis að flýja morð, ofbeldi, pyntingar, nauðganir. Þó er kveðið á um að þetta séu aðeins meginlínur, það verði að skoða hvert mál fyrir sig.

Um þetta má máski deila, en vandi Albana er aðallega fólginn í fátækt og lélegum innviðum. Fólksflótti frá landinu gerir ástandið enn verra og verst er þegar menntafólk fer líka að láta sig hverfa. Með atgervisflóttanum dvínar vonin um bættan hag þjóðarinnar – en Albanía hefur reyndar stöðu umsóknarríkis að Evrópusambandinu síðan 2014. En almennt virðist vera að þeir sem vilja komast frá Albaníu til annarra Evrópulanda fái hvergi skjól, eins sorglegt og það nú er.

 

Screen Shot 2015-12-10 at 10.27.58

Mynd af albönskum dreng sem var vísað úr landi með fjölskyldu sinni fer eins og eldur í sinu um samskiptamiðla. Örugglega ein af fréttamyndum ársins. Myndin er tekin af Kristni Magnússyni hjá Stundinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt