fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Snýst um langa valdasetu, ekki aldur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. desember 2015 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Higgins, forseti Írlands, er eldri en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er fæddur 1941 og verður 75 ára á næsta ári. Ólafur Ragnar Grímsson er fæddur 1943 og er 72 ára.

Það verður að segjast eins og er að Þóra Tómasdóttir, hinn nýi ritstjóri Fréttatímans, komst heldur óheppilega að orði um Ólaf Ragnar. Málið er ekki hvað hann er gamall – í raun væri ágætt að hafa fleira gamalt fólk í stjórnmálum.

Fólk mætti jafnvel gera meira af því að byrja í stjórnmálum þegar það er orðið vel fullorðið og búið að afla sér reynslu. Af einhverjum ástæðum er mjög lítið um þetta – það er meira af ungu fólki sem er að keppast að því að ná sem skjótustum stjórnmálaframa. Oft er það hvorki þeim sjálfum né þjóðinni til sérstakrar farsældar.

Nei, þetta snýst um langa valdasetu. Ef Ólafur Ragnar býður sig fram aftur, nær kjöri og situr heilt kjörtímabil hefur hann verið forseti í 24 ár. Vigdís Finnbogadóttir átti fyrra met, 16 ár.

Michael Higgins Írlandsforseti, sem er ekki bara stjórnmálamaður, heldur líka skáld og heimspekingur, hefur setið í embætti síðan 2011. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti síðan 1996, en hann hefur verið atvinnumaður í stjórnmálum síðan 1978 þegar hann settist fyrst á þing.

Nokkuð hefur verið um það rætt hvort skuli setja einhver takmörk á valdasetu forseta. Bandaríkjaforseti má ekki sitja nema tvö kjörtímabil. En svo má auðvitað spyrja hvort þurfi að hafa slíkar reglur um embætti sem er fyrst og fremst táknrænt.  En þá birtist reyndar sú þversögn að Ólafur hefur breytt embættinu svo það er eiginlega hætt að vera táknrænt – hann hefur safnað til sín miklum völdum.

Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá segir að forseti skuli ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil – semsé 12 ár.

Og embættið er líka alveg hætt að vera sameinandi – forsetinn núna sameinar ekki þjóðina á sama hátt og Vigdís og Kristján gerðu. Í raun er Ólafur Ragnar fremur sundandi stjórnmálamaður – rétt eins og hann var hér í eina tíð, þegar hann var formaður hins sósíalíska Alþýðubandalags.

Aðalatriðið er þó að stjórnskipulega erum við komin út í ógöngur með forsetaembættið. Við vitum í raun ekki hvert á að vera hlutverk forsetans – í næstu kosningum gætum við kosið forseta sem er fyrst og fremst tækifærisræðumaður en við gætum líka kosið Pírata sem vill nota embættið til umbreyta samfélaginu og beitir málskotsrétti sínum óspart.

Sá vísi maður, Haraldur Ólafsson, prófessor og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, orðar það svo í færslu á Facebook:

Alltaf jafn heillandi að fylgjast með umræðum um forsetakjör. Er ekki tími til kominn að velta fyrir sér hvort ekki megi breyta til og hugsa upp á nýtt hvaða skipan stjórnsýslu hentar fámennri þjóð? Einhvern veginn hugnast mér ekki hve margt er óljóst um tengsl Alþingis og forsetaembættisins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt