

Vinkona mín Tinna birti þessa mynd á Facebook. Fólk að versla síðdegis í dag. Búðirnar fylltust allt í einu af fólki.

Stemmingin var furðuleg. Fólkið eigraði um í leit að einhverju sem geta talist vera vistir. Virkaði eins og mjög ómarkviss innkaup. Það segir reyndar í tilkynningum frá lögreglu að það sé óvissustig á öllu landinu.
Niðursuðuvörur? Á maður að kaupa hollt þegar er von á hamförum? Er ekki best að gleyma sér bara með súkkulaði og kartöfluflögum?
Brauð? Nei, það er búið. Logi Bergmann tvítaði þessari mynd.

Sjálfur leyfði mér munað sem ég hefði aldrei gert í venjulegri tíð: Stollenköku og jólaöl. Dró mörkin við laufabrauð – mér þykir það fjarska gott en Sigurveig segir að það sé hræðilega óhollt.
En þegar maður sér þessa frétt skilur maður að það eru mistök að hafa ekki grafið fyrir neyðarskýli í garðinum og fyllt það af þurrvöru – og vera kominn þangað með afrit af mikilvægustu skjölum.