fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hamfarastemming í verslunum

Egill Helgason
Mánudaginn 7. desember 2015 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkona mín Tinna birti þessa mynd á Facebook. Fólk að versla síðdegis í dag. Búðirnar fylltust allt í einu af fólki.

 

12304337_10153665289011826_8142714063032601418_o

 

Stemmingin var furðuleg. Fólkið eigraði um í leit að einhverju sem geta talist vera vistir. Virkaði eins og mjög ómarkviss innkaup. Það segir reyndar í tilkynningum frá lögreglu að það sé óvissustig á öllu landinu.

Niðursuðuvörur? Á maður að kaupa hollt þegar er von á hamförum? Er ekki best að gleyma sér bara með súkkulaði og kartöfluflögum?

Brauð? Nei, það er búið. Logi Bergmann tvítaði þessari mynd.

 

CVohGwhWUAEvYqj

 

Sjálfur leyfði mér munað sem ég hefði aldrei gert í venjulegri tíð: Stollenköku og jólaöl. Dró mörkin við laufabrauð – mér þykir það fjarska gott en Sigurveig segir að það sé hræðilega óhollt.

En þegar maður sér þessa frétt skilur maður að það eru mistök að hafa ekki grafið fyrir neyðarskýli í garðinum og fyllt það af þurrvöru – og vera kominn þangað með afrit af mikilvægustu skjölum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt