

Fyrir þá sem finnst frábær hugmynd að varpa sprengjum á Sýrland. Hér er hin fimm ára gamla Raghat, lifandi og skemmtileg stúlka, sem dó í sprengjuárás fáum mínútum eftir að myndir af henni voru teknar – þá svo full af lífi.
Eins og kemur fram þarna hafa mörg hundruð óbreyttir borgarar dáið í loftárásum Rússa í Sýrlandi – miklu fleiri eiga væntanlega eftir að deyja þegar fleiri ríki fara að sprengja í von um að hitta hryðjuverkamenn sem eru afar flinkir að koma sér undan slíkum árásum og fela sig meðal almennra borgara.
En Rússarnir virðast vera sérlega ónákvæmir í lofthernaði sínum, enda beinist hann ekki endilega gegn Daesh, heldur þeim sem Assad forseti álítur óvinveitta sér.
Í fréttinni segir að næstu Daesh liðir hafi verið í 100 kílómetra fjarlægð frá dánarstað Raghat.