fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Vonda veðrið á morgun

Egill Helgason
Mánudaginn 30. nóvember 2015 18:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á heimilinu hafa verið miklar vangaveltur nú seinnipartinn um hvort skólahaldi verði frestað á morgun vegna veðurs. Svona hjóðar spáin.

Vax­andi aust­an átt í nótt. Snemma í fyrra­málið má bú­ast við slæmu skyggni vegna skafrenn­ings víða suðvest­an­lands, þar með talið á höfuðborg­ar­svæðinu og á Reykja­nes­braut. Hvess­ir enn þegar líður á morg­un­inn og fer að snjóa og bú­ast má við mik­illi snjó­komu fram eft­ir degi. Síðdeg­is milli kl 15. og 18. snýst vind­ur í hæg­ari vest­an átt með élja­gangi, fyrst á Reykja­nesi. Versn­andi veðri er spáð aust­an­lands seint.

Það verður kannski hægt að koma börnunum í skólann, en miðað við þetta gæti verið erfitt að koma þeim heim aftur. Þyrfti jafnvel að kalla út hjálparsveitir til þess.

Það blundar reyndar í mér minning um einhverja bestu daga bernskunnar – dagana þegar skólum var aflýst vegna veðurs. Þetta gerðist örsjaldan en þessir dagar ljóma í minningunni.

Ég man til dæmis einn dag, þá var ég held ég enn í Öldugötuskólanum gamla, það kyngdi niður fönn um nóttina og morguninn. Þegar leið að hádegi lægði og birti til. Þá þustu börnin út. Það var svo mikill snjór að hægt var að grafa löng göng gegnum fannfergið sem hafði safnast í kringum Landakotstúnið.

Ein eins og ég segi, það er óvíst hvort verður skóli á morgun. En það er allavega eitt sem má ekki gera í svo vondu veðri og erfiðri færð: Funda í fjárlaganefnd. Menn geta orðið svo úrillir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt