fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

„Skítugur klaki í staðnaðri kulda og hálkutíð“

Egill Helgason
Laugardaginn 28. nóvember 2015 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur er einn mesti áhugamaður um veður á Íslandi. Hann var eitt sinn í sjónvarpsþætti hjá mér að ræða þetta hugðarefni sitt, var bráðfyndinn, eins og hann á að sér – hann hefur sérlega næmt skopskyn eins og þeir vita sem fylgjast með honum á Facebook. En veðrið er líka alvörumál hjá honum, í Mogganum í dag er hann titlaður sem veðursagnfræðingur.

Sigurður hefur skoðanir á veðri – og ég verð að viðurkenna að ég er oftar en ekki sammála honum (eins og hann hata ég þegar fólk er farið að tala um að haustið sé komið í ágúst). Þótt ég sé vaxinn eins og norrænn karlhlunkur kann ég best við mig í hlýju suðrænu loftslagi – helst einhvers staðar við strönd. Vona að ég muni geta eytt ellinni á slíkum stað.

Sigurður Facebookvinur minn skrifar um veðrið í dag:

Nú er næst mesta snjódýpt sem mælst hefur i Reykjavík í nóvember og frostið er 7 stig. Kalt verður áfram. Fljótlega verður þetta skítugur klaki í staðnaðri kulda og hálkutíð. Að nokkur maður skuli fagna þessu og taka það fram yfir mildi og hógværð! Sem ríkt hefur hingað til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt