Demis Roussos – man einhver eftir honum?
Jæja?
Jú, hann var feikivinsæll söngvari á áttunda áratugnum, átti nokkur vinsæl lög og víða voru til hljómplötur með honum. Þær eru sagðar hafa selst í 60 milljón eintökum.
Roussos var grískur, fæddur í Egyptalandi, þar sem voru eitt sinn blómlegar byggðir Grikkja.
Hann gat sér fyrst frægð með grísku prog-rokk hljómsveitinni Aphrodite´s Child, þar var annar liðsmaður hljómborðsleikarinn Vangelis. Roussos söng og spilaði á bassa. Platan þeirra 666 þykir ansi merkileg.
En nú er Demis Roussos látinn, 68 ára að aldri. Þetta er vinsælasta lagið hans – kemur mér alltaf í gott skap.