fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og afturköllun aðildarumsóknarinnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 22. janúar 2015 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sagt að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu verði lögð fram fyrir 26. mars.

Maður skilur hvað Framsóknarmenn geta vænst af þessu. Þeir hafa í seinni tíð tekið mjög harða afstöðu gegn ESB, geta þétt hjá sér raðirnar með því að afturkalla umsóknina og eins verður þá erfiðara fyrir samstarfsflokk þeirra í ríkisstjórn að stökkva burt á vit annarra stjórnmálaflokka.

En það er eiginlega ómögulegt að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp úr þessu.

Þarna skapast ólga á tíma og þarf að fást við tvö stórmál, kjarasamninga og afnám hafta. Víst er að þetta mun vekja óeiningu innan flokksins – stjórnmálaaflið Viðreisn verður aftur í sviðsljósinu, klofningur í Sjálfstæðisflokknum.

Samt virðist flest benda til að Sjálfstæðisflokkurinn ætli með í þennan leiðangur. Einhverjir þingmenn hans munu væntanlega greiða atkvæði á móti. En svo er spurningin – hvað fær hann í staðinn?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi