fbpx
Föstudagur 03.desember 2021
Eyjan

Verk Halldórs Laxness seljast illa – þarf að breyta stafsetningunni?

Egill Helgason
Föstudaginn 24. apríl 2015 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var ungur fannst mér eins og það væri skylda mín að lesa Halldór Laxness, helst allt sem hann hefði skrifað. Þannig las ég allar skáldsögurnar (nema æskuverkið Undir Helgahnúk), smásögurnar, æviminningabækurnar, ritgerðasöfnin og leikritin (kannski sleppti ég tveimur af þeim).

Margt af þessu fannst mér frábært og finnst enn, sumar bækurnar hafa farið í taugarnar á mér, sumt gerði mig jafnvel reiðan, eitthvað af verkunum hafa dofnað í minningunni en annað styrkst.

Það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi upplifi þetta svona – Halldór var náttúrlega alltumlykjandi þegar ég var að alast upp. Nú held ég hann virki býsna fjarlægur. Illugi Jökulsson veltir þessu fyrir sér á Facebook í tilefni af því að 113 ár eru liðin frá fæðingu Halldórs og beinir orðum sínum til Jóhanns Páls Valdimarssonar útgefanda:

Halldór Laxness hefði orðið 113 ára í dag. Auðvitað gengur áhugi á öllum miklum listamönnum svolítið í bylgjum, en fyrir utan stöku leiksýningar sýnist mér Halldóri ekki mjög haldið að fólki nútildags. Er skólakerfið að sinna bókum hans? Og þarf ekki að gera einhvern skurk í útgáfu- eða altént kynningarmálum, Jóhann Páll? Það má til dæmis fara að endurútgefa heilmikið af ritgerðunum hans í nýjum þematískum útgáfum þar sem góðir ritstjórar skýrðu bakgrunn og merkingu ritgerðanna. Burtséð frá innihaldi ritgerðanna og þeirri sögu sem þær segja um sinn samtíma eru margar þeirra frábærlega stílaðar.

Jóhann Páll svarar og segir að lestur á verkums Halldórs hafi minnkað mikið í skólum, stafsetningin sé til vændræða:

Við höfum heilmikið verið að sinna höfundarverki Laxness. Erum stöðugt að endurprenta. Lestur á verkum hans í skólum hefur skroppið mikið saman og við höfum gert könnun meðal kennara. Eitt af því sem ástæða er til að velta fyrir sér er hvort gefa eigi verk hans út með nútímastafsetningu fyrir skólana. Sú hugmynd fékk að vísu ekki mikinn stuðning meðal kennara og ég efast ekki um að mörgum þyki það helgispjöll en mín skoðun er sú að Laxness muni ekki lifa með nýjum kynslóðum nema stafsetning sé færð til nútímahorfs. Það hrökkva svo margir frá bókum hans vegna hennar.

Illugi samsinnir því að stafsetningin geti verið til trafala – og kannski er sjálfsagt að breyta henni ef menn vilja, það var jú Halldór sjálfur sem var dreginn fyrir dóm fyrir að stafsetja Íslendingasögur með nútímalagi.

En svo segir Jóhann Páll:

Það má þó bæta því við að sala á verkum hans er sorglega lítil.

 

Halldor-Laxness

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas stórhneykslaður – „Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík?“

Lækna-Tómas stórhneykslaður – „Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jóhanna gáttuð á ráðherrakaplinum og að VG hafi gefið eftir umhverfið og loftið – Fjölgun ráðuneyta í ósamræmi við hrunskýrsluna

Jóhanna gáttuð á ráðherrakaplinum og að VG hafi gefið eftir umhverfið og loftið – Fjölgun ráðuneyta í ósamræmi við hrunskýrsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla ráðin endurmenntunarstjóri HÍ

Halla ráðin endurmenntunarstjóri HÍ
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mala gull á blóðmerum – 592 milljóna hagnaður Ísteka

Mala gull á blóðmerum – 592 milljóna hagnaður Ísteka