fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Hvernig getur staðið á því?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. ágúst 2014 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er ekki á listanum yfir þær þjóðir sem Rússar ætla ekki að kaupa matvæli frá. Líklegast er að þetta komi verst niður á Rússum sjálfum, en hér á landi eru menn aðallega að spekúlera í því hvernig þetta komi út fyrir Ísland.

Semsagt hvort íslenskir útflytjendur tapi einhverjum viðskiptum, eða hvort við getum kannski grætt á þessu öllu – með því þá að selja meiri matvæli til Rússlands.

Það er ógeðfelld tilhugsun.

Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, orðar þessa hugsun svo – taka skal fram að ekkert bendir til þess að Kolbeinn sé að hvetja til aukinna viðskipta við Rússland:

Ef samkeppnisþjóðir okkar eru ekki að ná að flytja inn á Rússland þá í sjálfu sér skapar það tækifæri þar.

Ríkisstjórnin íslenska hefur verið samstiga öðrum Evrópuþjóðum í afstöðunni til yfirgangs Rússa í Úkraínu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur meira að segja farið tvívegis til Úkraínu síðustu mánuðina.

En hvers vegna eru Íslendingar þá undanþegnir? Er það vegna þess að við erum svo smá, vegna þess að við gleymdumst eða vegna þess að við höfum einhverja sérstaka stöðu í augum Rússa?

Ef svo er, hvernig gæti staðið á því?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“