Van Morrison hefur verið einn minn uppáhaldssöngvari og tónlistarmaður síðan ég var unglingur. Þá grínaðist ég með að væru til tvö Morrison félög í vinahópi mínum – Jim Morrison félagið og Van Morrison félagið. Jim-félagið var mjög fjölmennt, en ég var einn í Van-félaginu.
Síðan held ég að hafi fjögað í Van-félaginu, enda er lífstarf þessa Íra, sem verður sjötugur á næsta ári, ótrúlega merkilegt. Hann hefur alltaf verið leitandi, samið tónlist sem er á mörgum rokks, búss, djass og með ívafi írskrar þjóðlagatónlistar. Hann er ekki einn af þeim sem spilar gömlu lögin sín í sífellu.
Hér er sérlega skemmtileg upptaka með Van Morrison og þjóðlagahljómsveitinni frægu, The Chieftains. Lagið er Raglan Road, þetta er dásamlega fallegt kvæði eftir Patrick Kavanagh – það er merkilegt að sjá að Morrison sest við trommusettið og trommar lagið um leið og hann syngur. Lagið er af frábærri plötu sem nefnist Irish Heartbeat.