fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Lekamálið: Plottið þéttist

Egill Helgason
Laugardaginn 16. ágúst 2014 01:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og segir á ensku: The plot thickens.

Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er ákærður fyrir að leka trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu.

Áður hafa birst upplýsingar í fjölmiðlum sem benda eindregið til þess að hann sé sekur.

En Gísli segist vera saklaus og er sannfærður um að hann verði sýknaður.

Sigurjón M. Egilsson rifjar upp þau orð Hönnu Birnu að hafi einhver úr ráðuneytinu sent gagnið frá sér, þá hafi hinn sami algjörlega brotið trúnað gegn henni.

Hanna Birna segir í yfirlýsingu sinni frá því í dag:

„Þrátt fyrir að Gísli Freyr hafi ávallt haldið því fram gagnvart mér að hann sé með öllu saklaus af málinu og geri það enn, hef ég tekið þá ákvörðun að leysa hann nú þegar frá störfum á meðan málið er til meðferðar fyrir dómsstólum.“

Gísli er semsagt leystur frá störfum – hafandi væntanlega margoft sagt við ráðherrann að hann sé saklaus.

En Hanna Birna er í raun bara hluti af ráðherra, því hún hefur afsalað sér í bili þeim málefnum sem hafa með dómsmál og ákæruvald að gera, líkt og segir í yfirlýsingu hennar.

Fyrr í dag höfðu bæði Hanna Birna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarað fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis. Svör Hönnu Birnu skýrðu ekki margt, en Sigmundur spurði umboðsmann á móti hvort hann hefði siðareglur.

Takið eftir að allt þetta gerist rétt fyrir helgarfrí, síðdegis á föstudegi. Samkvæmt almannatengslafræðum er það góður tími til að flytja vondar fréttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“