Þetta held ég að hljóti að vera forsíða ársins. Huldufólk. The Hidden People.
Myndin er gerð af málaranum Þrándi Þórarinssyni fyrir Grapevine, tengist umfjöllun blaðsins um fyrirbærið. Huldufólk. Hver eru það? Hvað vilja þau? Og hvers vegna fela þau sig?
Minnir á vin minn sem hélt því fram þegar Íslendingar voru á einu af sínum mestu neyslufylleríum að huldufólkið væri líka komið með kreditkort.