Það er bara eitt að gera við veitingastaði sem eru að svindla á starfsfólki með því að borga svonefnt jafnaðarkaup – að koma ekki þangað inn fyrir dyr.
Maður þarf að vita hvaða staðir þetta eru, í raun þyrfti að reyna að merkja þá með einhverjum hætti.
Það er eina leiðin til að fá þá til að láta af þessari iðju – sem er ekkert annað en kaldrifjað arðrán.
Þetta bitnar fyrst og fremst á ungu fólki sem er að byrja á vinnumarkaðnum – og svo spyr maður hvort innflytjendur, sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, séu ekki í veikri stöðu gagnvart slíku athæfi.
En hann er ágætur þessi veitingamaður sem beinlínis auglýsir eftir fólki sem vill fá greitt eftir löglegum taxta en hefur „minni áhuga á lélegu jafnaðarkaupi“.