fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

LP-platan – minning

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. ágúst 2014 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LP-hljómplatan var eitt merkilegasta listform tuttugustu aldarinnar.

Þegar hún kemur fram með sínum góða hljómi fá tónlistarmenn tækifæri til að opna gáttir sköpunar og hugmynda. Og þeir heyra líka hvað aðrir tónlistarmenn eru að fást við. Þannig skapar LP-platan blómaskeið í alls konar tónlist og ekki síst í bræðingi milli tónlistartegunda.

LP-platan rúmaði um það bil 40 mínútur af músík. Oft var hún hugsuð sem heild – lög mynduðu lagaflokka, stundum var nánast ómögulegt að taka þá í sundur og hugsa um eitt lag án annars.

Og hönnun plötuumslaganna varð nánast sérstök listgrein. Þegar vel tókst til urðu þau órjúfanlegur hluti af verkinu.

Við getum tekið nokkur dæmi um LP-plötur sem skiptu sköpum, á heimsvísu og hér á Íslandi, plötur sem eru svo stórar að þær rúma heilan hugmyndaheim.

MilesDavisKindofBlue

Kind of Blue, Miles Davis, 1959. Vinsælasta djassplata allra tíma, ótrúleg hljómsveit, einstakur tónn, sígildar lagasmíðar.

Bob_Dylan_-_The_Freewheelin'_Bob_Dylan

The Freewhelin’ Bob Dylan, Bob Dylan, 1963. Tónlist og textar sem breyttu öllum viðmiðum, íkonísk ljósmynd úr vetrarslabbinu í New York.

114815376

Beethoven, 8. & 9. sinfónía, Berliner Philharmoniker, Herbert von Karajan. Deutsche Grammophon merkið var tákn um gæði í klassískri tónlist. Plötur þar sem Karajan stjórnar hafa selst í 200 milljón eintökum.

Sgt._Pepper's_Lonely_Hearts_Club_Band

Sgt. Pepper´s Lonely Heart´s Club Band, The Beatles, 1967. Sprúðlandi sköpunarkraftur, bæði í tónlist og hönnun.

pinkfloyd-wishyouwerehere(6)

Wish You Were Here, Pink Floyd, 1975. Pælingarnar hjá Pink Floyd þóttu býsna heavy, en metsala var tryggð.

image

Sumar á Sýrlandi, Stuðmenn, 1975. Umslagið gefur fyrirheit um hvað allt konseptið er snjallt.

Never_Mind_the_Bollocks

Never Mind the Bollocks, Here’s the Sex Pistols, Sex Pistols, 1977. Stórborgarreiði sem reyndist vera smitandi.

5665

Geislavirkir, Utangarðsmenn, 1980. Plata sem hafði ótrúleg áhrif á æskufólk.

Bjork,_Debut_album_cover,_1993

Debut, Björk, 1993. Hjá Björk voru öll smáatriðin í lagi, bæði í tónsköpun og hönnun. Frábært pródúkt.

807767

Haglél, Mugison, 2011. Ein síðasta metsöluplatan á Íslandi.

— — —

Flestir hafa líklega eignast síðustu tvær plöturnar á geisladiskum. En diskarnir eru í raun beint framhald af LP-plötunni, innihalda kannski eilítið meiri tónlist (sem gat verið vandmál) og hönnunin er af sama toga þótt hún sé ekki eins falleg í hinu smækkaða formi.

Nú erum við komin á tíma Spotify. Fólk kaupir lög og lög og hlustar á þau í tölvunni. Tónlistin er eins og bakgrunnur fyrir tölvunotkun. LP-platan heyrir að mestu sögunni til. Þekktur tónlistarmaður sagði við mig um daginn að ef hann ætlaði að selja geisladiska þyrfti hann að ganga í hús sjálfur.

Ný tækni leysir gamla af hólmi og við því verður ekkert gert. En þróunin þarf ekki alltaf að vera góð. Það er sjálfsagt nostalgía, en ég rifja upp þegar ég var 15 ára og fékk í hendurnar Wish You Were Here með Pink Floyd. Þetta var alveg fullkomið. Að taka plötuna úr plastinu, skoða hina frábæru hönnun, finna lyktina, setja plötuna á fóninn og hlusta, fyrst einn, svo með vinum sínum, með stelpum, í partíum – fara til útlanda og heyra plötuna spilaða. Þetta var eins og sameiginleg tjáning og upplifun kynslóðar – í gegnum LP-plötu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“