fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Dýfingar Robbens – Alsír á harma að hefna

Egill Helgason
Mánudaginn 30. júní 2014 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arjen Robben svindlaði í leiknum gegn Mexíkó í gær. Hann lét sig detta með tilþrifum inni í teig og fékk vítaspyrnu. Var reyndar búinn að reyna það tvisvar áður, fleygði sér niður rétt utan teigs, uppgötvaði að hann væri ekki á réttum stað, og fleygði sér þá aðeins lengra. Það var dálítið spaugilegt að sjá.

Nú velta menn fyrir sér hvort hann eigi ekki að fá refsingu eins og hinn bitglaði Luis Suarez. En væntanlega verður það ekki. Reyndar væri sjónarsviptir að Robben, hann er einn skemmtilegasti leikmaður heims þar sem hann geysist upp kantinn með sinn sérkennilega hlaupastíl. Í gamla daga var það kallað að hlaupa eins og stelpa. En hann er ógnar fótfrár.

Grískt lið lenti í því að vera betra en andstæðingurinn og tapa – í vítaspyrnukeppni. Ég segi eins og er – mér leiðast vítakeppnir. Grikkirnir voru óheppnir að ná ekki að skora sigurmark í framlengingunni á móti Costa Rica. En Costa Rica er að upplifa öskubuskuævintýri, þessi smáþjóð er komin í átta liða úrslit, mætir Hollendingum. Það verður nóg fyrir þá að gera í vörninni.

Einn besti leikmaður Grikkja, Georgios Samaras, kemur væntanlega til Reykjavíkur seinna í sumar og spilar með Celtic á móti KR. Samaras hefur orð á sér í Grikklandi fyrir að vera sérlega góður náungi.

Í dag eru tveir mjög áhugaverðir leikir. Frakkland-Nígería, Þýskaland-Alsír. Evrópuþjóðirnar hljóta að teljast líklegri sigurvegarar, en maður veit aldrei. Frönsk lið hafa löngum verið mjög mistæk, og Alsírbúar hafa sannarlega harma að hefna gegn Þjóðverjum.

Einhver leiðinlegasti atburður í sögu heimsmeistarakeppninnar varð 1982 þegar Alsír átti mjög góða möguleika til að komast áfram í mótinu, en Þýskaland og Austurríki spiluðu vitandi vits upp á 1-0 sem tryggði að bæði liðin fóru áfram, en Alsír sat eftir með sárt ennið. Þetta hefur verið kallað Nichtangriffspakt von Gijón, eða griðasáttmálinn frá Gijon – en í þeirri borg fór leikurinn fram. Áður hafði Alsír unnið Þýskaland 2-1.

Alsír er með flott lið, líkamlega sterka og fljóta leikmenn, sem flestir spila með liðum í Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal.

Lakhdar-Belloumi

Alsír sigraði Þýskaland á HM 1982. En svo gerðu Þýskaland og Austurríki samning sem tryggði að Alsír fór ekki áfram upp úr riðlakeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Í gær

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“