Pamela Sanders Brement er látin, 79 ára að aldri. Pamela var eiginkona Marshalls Brement sem var sendiherra á Íslandi 1981-1985 Marshall andaðist 2009.
Fáir sendimenn á Íslandi hafa notið viðlíka frægðar og þau hjón. Þetta var á tíma glanstímaritanna – sem voru nýung á Íslandi og Brement-hjónin birtust oft á síðum þeirra.
Þau voru glæsileg, aðsópsmikil og skemmtileg – algörlega andstæð hinum þurru, daufgerðu og ofurvarkáru einstaklingum sem oft er að finna í utanríkisþjónustu. Settu mjög mark sitt á lífið í Reykjavík á þessum síðustu árum Kalda stríðsins.
Brement hjónin vinguðust við fullt af fólki, ekki síst úr menningarlífinu, rithöfunda, myndlistarmenn, tónlistarmenn. Þetta var fólk bæði frá hægri og vinstri og er sagt að sumum hafi þótt nóg um.
Til dæmis var haft fyrir satt að reiðhjól Þjóðviljaritstjórans Árna Bergmann hafi oft verið staðsett fyrir framan bandaríska sendiráðið á tíma Brement-hjónanna.
Pamela lék meira að segja hlutverk í stuðmannakvikmyndinni Hvítum mávum sem var gerð 1985.
Hér má sjá viðtal við Pamelu Brement í sem birtist í Vikunni 1983.