Misjöfn eru mannanna örlög.
Þarna syngja saman Tony Bennett og Amy Winehouse.
Lagið er einn frægasti djassslagari allra tíma, Body and Soul. Ótal tónlistarmenn hafa spreytt sig á þessu lagi.
En þessi flutningur er frábær. Það er fallegt að sjá hvernig þau fagna hvort öðru í lok lagsins, gamli maðurinn og stúlkukindin – milli þeirra voru 57 ár.
Tony Bennett er enn lifandi og starfandi, þótt hann sé fæddur 1926. Hann hélt frábæra tónleika í Hörpu fyrir tveimur árum. Hann er goðsögn í lifanda lífi.
Amy Winehouse var fædd 1983 og dó 2011. Hún flaug hátt en fuðraði upp. Það var mjög sorglegt. Eins og heyra má hérna var hún framúrskarandi djassöngkona – hefði líklega getað orðið sú besta í heimi.