Það fór svo að Ítalir unnu Englendinga á heimsmeistaramótinu í nótt. Kom ekki sérstaklega á óvart, Englendingar fara fullir væntinga í svona keppnir en standa sjaldnast undir þeim. Það eru útlendir leikmenn og þjálfarar sem standa undir hinni sterku ensku deildarkeppni.
Hér getur að líta spaugilega útlistun á þessum leik.
Þarna má sjá landslið Englands og Ítalíu á leið upp í flugvél til Brasilíu. Í textanum sem fylgir með segir:
England-Ítalía
Sólgleraugu 0-13
Sítt hár 0-8
Jakkaföt frá eighties 25-0
Hæfileiki til að stilla sér upp fyrir ljósmynd 1-0
Hæfileiki til að líta vel út á ljósmynd 0-19
Sakna mömmu sinnar 0-19
Er einhver spurning hver vinnur?