fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Vinsæll Dagur, óvinsæll Halldór – en flokkar þeirra eru samt jafnir í fylgi

Egill Helgason
Föstudaginn 2. maí 2014 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnunin um borgarpólitíkina sem birtist í Fréttablaðinu í gær leiðir ýmislegt í ljós. Þar var bæði spurt um fylgi flokka í borginni og fylgi oddvitanna sem leiða lista flokkanna. Þar er að finna dálítið misræmi.

Heil 56,5 prósent segjast vilja að Dagur B. Eggertsson verði borgarstjóri eftir kosningarnar. Samt er fylgi flokks hans, Samfylkingarinnar, ekki nema 26,5 prósent. Stuðningurinn við Dag nær semsagt langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar.

Má kannski álykta af því að flokkurinn dragi Dag niður – að hann sé dragbítur? Það verður að segjast eins og er að Samfylkingin er ekki sérlega sterkt „vörumerki“ um þessar mundir.

Þetta horfir öfugt við þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut. Einungis 16 prósent segjast vilja Halldór Halldórsson sem borgarstjóra. En stuðningurinn við flokkinn er 27 prósent.

Af því virðist mega ráða að fólk sé að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir Halldór – að hann sé fremur dragbítur á framboðið en hitt. Þess er auðvitað að gæta í þessu sambandi að hér er Sjálfstæðisflokkurinn í algjöru lágmarksfylgi í borginni – þetta er heilum 7 prósentustigum minna en í síðustu kosningum. Það má kannski álykta sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn niður í tálgað fastafylgi sitt í borginni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól