Hér er myndband sem eldist ekki sérlega vel. En er góð heimild um ákveðinn tíðaranda sem er horfinn – að minnsta kosti um sinn.
Þetta er árið 2007. Þá var reyndar marga farið að gruna að allt væri að hrynja. En menn fundu enn tíma til að gleðjast – og það svo um munar.
Skemmtikraftarnir eru ekki af verri endanum: Tina Turner, Little-Britain félagarnir, sjónvarpsmaðurinn Jonathan Ross og svo Malcholm Gladwell, höfundur sem tókst að selja milljónir eintaka af bók sem nefnist The Tipping Point.
Þetta fer fram í spilavítisborginni Mónakó – það er mjög viðeigandi. Reyndar er smá kaldhæðni þarna líka, því fyrstu orð kynnisins eru:
Welcome to this amazing event here in Monaco, the glittering heart of Europe’s TAX EVASION district.
Til að setja þetta í samhengi þá var í fréttum í gær að samþykktar kröfur í þrotabú Baugs væru 100 milljarðar króna, en í heild var lýst kröfum upp á 400 milljarða í búið.
Heimturnar eru 1 prósent.
https://www.youtube.com/watch?v=tWpJABHcbpA