fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Á að leyfa fjárhættuspil í meira mæli en nú er?

Egill Helgason
Mánudaginn 31. mars 2014 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er alveg rétt að mikill tvískinnungur ríkir gagnvart fjárhættuspili á Íslandi.

Það eru rekin spilavíti sem heita Gullnáman og þar fara í gegn býsna stórar fjárhæðir. En þetta er í þágu Háskólans – og það má. Heldur eru staðirnir þar sem þessi starfsemi er stunduð ótútlegir.

Fjárhættuspil er stundað í spilaklúbbum út um borg og bý – og svo eru fjárhættuspil og veðmál á internetinu. Fyrir það er væntanlega ekki hægt að loka.

En eru þetta rök fyrir því að opna alveg fyrir fjárhættuspili, leyfa starfsemi spilavíta?

Það vill Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins meina, og leggur fram frumvarp á Alþingi um lögleiðingu fjárhættuspila.

Það er reyndar spurning hvernig þetta yrði. Erum við að tala um glæsileg spilavíti – segjum til dæmis að Perlunni yrði breytt í casino? Eða erum við að tala um spilavíti eins og eru víða í Bandaríkjunum, til dæmis á verndarsvæðum indíána?

Það er ekki allt jafn glæsilegt í kringum svona spilastarfsemi – maður getur ekki alltaf búist við því að James Bond gangi inn og panti sér martinikokkteil. Þau eru ekki öll í einhverjum háklassa – en það er Gullnáman svosem ekki heldur.

url

Bond fer í spilavíti í næstum hverri einustu mynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum