fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Lífleg umræða um hvernig er að búa á Norðurlöndunum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. febrúar 2014 21:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurt uppnám varð vegna greinar Michaels Booth sem birtist í Guardian en þar hraunaði hann yfir Norðurlöndin og norræna módelið – norræna kraftaverkið eins og sumir kalla það.

Vandinn við grein Booths var að í henni var lítið að finna annað en hótfyndni af því tagi sem oft einkennir bresk ferðaskrif. Það er gömul hefð og getur stundum verið skemmtileg. En hótfyndni er erfitt að svara. Um Ísland sagði hann til dæmis, þetta var allt og sumt:

We need not detain ourselves here too long. Only 320,000 – it would appear rather greedy and irresponsible – people cling to this breathtaking, yet borderline uninhabitable rock in the North Atlantic. Further attention will only encourage them.

Menn eru samt að reyna að svara Booth. Í dag birtist á vef Guardian grein eftir fimm Norðurlandabúa, þar á meðal Eirík Bergmann Einarsson – þetta eru viðbrögð við greininni sem blaðið hefur greinilega pantað. Eiríkur skrifar almennt um grein Booths:

The article fitted so neatly into a very British tradition of slightly ethnocentric, but awfully shallow journalistic entertainment literature. On all lists measuring quality of life, the Nordics tower over the UK.

En svo leyfir hann að efast um hversu vel Íslendingar eiga heima með Norðurlöndunum:

But here is the real secret. Iceland isn’t really Nordic. Just look at the map. We are an Atlantic state. We might have similar societal fabric to our Nordic cousins, but culturally we are spot-on British. Even our pitch-black and desert-dry Icelandic humour is horribly non-Nordic.

En það eru fleiri sem hafa tekið til máls af þessu tilefni, til dæmis er það Andrew Mellor sem skrifar í New Statesman og segir að Skandinavía rísi algjörlega undir frægð sinni, þar sé fólk hamingjusamara en annars staðar, það sé listrænt og skapandi, hafi háþróað fegurðarskyn, lífsgæði séu mikill, samstaða og jöfnuður.

Booth talaði um hversu illa Norðurlandabúum er við að fólk flíki ríkidæmi sínu, metnaði og velgengni. Mellor segir að í reynd sé þetta einn styrkleiki Norðurlandanna:

Booth isn’t the first to cite the Nordic unease with „displays of success, ambition and wealth“ as a weakness and he won’t be the last. But it’s precisely those qualities – yes, qualities – which give the Nordic countries their egalitarian atmosphere, entrenched liberalism and distinct lack of a ruling class in politics, the media and elsewhere.

 

flags

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Julian McMahon látinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“