Stórmerkileg umfjöllun í Kastljósi í kvöld.
Fyrirtæki í eigu lífeyrissjóða, sem eru í eigu almennings (sem stóð til boða 2,8 prósenta kauphækkun), borgar forstjórum 4,8 milljónir króna í laun – auk þess sem standa til boða kaupréttir upp á 19 milljónir króna. Stjórnendur fá líka jeppa og frítt bensín.
Að auki kemur fram að:
Hluti lykilstjórnenda nýtur samkvæmt starfssamningum sínum sérstaks lífeyrisframlags umfram kjarasamninga og er það greitt mánaðarlega inn á séreignarsparnað viðkomandi.
Fyrirtækið sem hér á í hlut er N1. Það fór á hvínandi hausinn í hruninu og er nú í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna.
Þetta hlýtur að kalla á tvennt. Hreinsun hjá lífeyrissjóðum – sem lengi hefur verið þörf á. Það á ekki að líða að sukkið sem var þar fyrir hrun hefjist á nýjan leik. Og umræðu hvort almennir lífeyrisþegar vilji versla hjá þessu fyrirtæki.