fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Varla þrír seðlabankastjórar – eða hvað?

Egill Helgason
Föstudaginn 14. febrúar 2014 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn finnst manni óhugsandi að snúið verði aftur til gamals tíma með þrjá seðlabankastjóra, að hluta pólitískt skipaða, eins og segir að muni gerast í frétt á Eyjunni.

Það er öruggt að slík aðgerð vekur tortryggni og úlfúð í samfélaginu. Það er nákvæmlega engin þörf á þremur bankastjórum.

Ekki er þar með sagt að ekki megi gagnrýna Seðlabankann, hann er ekki heilög kýr. Vaxtastefna hans hlýtur til dæmis að vekja spurn meðan vextir eru nálægt núllinu í nágrannalöndum.

En ýmislegt má þó virða honum til vorkunnar í því sambandi. Hollvinur síðunnar sendi til dæmis þessa hugleiðingu um Seðlabankann og vextina.

Slagur SÍ er við verðbólguna.  Ef laun hækka þá eykst einkaneysla, gengið gefur eftir.  Ef vextir lækka þá aukast ráðstöfunartekjur heimila og það verður meiri freisting til þess að taka neyslulán.  Aukin einkaneysla, gengið gefur eftir.

Afleiðing, meiri verðbólga því framleiðsla og framleiðni er ekkert að aukast.

Að auki er hluti vandans mjög dýrt fjármálakerfi, og þar eru lífeyrissjóðirnir ekki vandamálið heldur bankarnir.

Seðlabankinn er í vonlausri baráttu á meðan við erum með krónuna sem gjaldmiðil.

Verkefni SÍ við núverandi aðstæður, að halda verðbólgu í skefjum er líklega vonlaust.

Þetta er tafla um vaxtamun er að mig minnir frá 2011.  Staðan hefur líklega frekar versnað en batnað fyrir Íslendinga.

Gallinn er sá að við erum hræddari við breytingar en óbreytt ástand, og bakhjarlar núverandi stjórnarflokka telja betra fyrir sig og sína hagsmuni að viðhalda óbreyttri stöðu mála.

image001

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun