fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Afglæpavæðing fíkniefnaneyslu – merkileg yfirlýsing Kristjáns Þórs

Egill Helgason
Föstudaginn 14. febrúar 2014 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að nokkur stórtíðindi hafi orðið á fundi hjá Heimdellingum í gærkvöldi.

Þar lýsti heilbrigðisráðherrann, Kristján Þór Júlíusson, því yfir að hann hefði miklar efasemdir um stefnuna í fíkniefnamálum. Frá þessu segir á Vísi.

„Ég er mjög hallur undir þá skoðun að við eigum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum,“ sagði ráðherrann.

Ekki er vitað til þess að slík yfirlýsing hafi komið áður frá svo háu stjórnvaldi.

Gamalreyndur blaðamaður, Kristján Þorvaldsson, bregst við þessu á Facebook með svofelldum orðum og hefur mikið til síns máls:

Umræða sem vinstrimenn hafa ekki þorað að taka. Auðvitað er sorglegt að sjá ungmenni fara bak við lás og slá út af fíkniefnum, burðardýr og ungfíkla. Skríllinn gerir samt ráð fyrir því að þessir krakkar hafi kynnt sér refsirammann og frelsissvipting þeirra verði öðrum víti til varnaðar. Hvernig getur mönnum dottið slík vitleysa í hug?

6175204dd3-380x231_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun