fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Varla vill Sjálfstæðisflokkurinn hjálpa Pútín?

Egill Helgason
Föstudaginn 26. desember 2014 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru aðilar að Nató, hafa verið þar frá stofnun, við höfum aukaaðild að Evrópusambandinu í gegnum EES, við erum með varnarsamning við Bandaríkin.

Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir þessu öll – var í ríkisstjórn þegar við gengum öll þessi bandalög. Þetta eru hornsteinarnir í utanríkisstefnunni.

En það er þingmaður úr Sjálfstæðisflokkinn sem leggur til að Íslendingar skeri sig úr öðrum Evrópuþjóðum

Ástæðan er sú að Rússar hafi sýnt okkur drenglyndi og vinskap eftir hrunið. Þess vegna eigi “lítil þjóð með stórt hjarta” að hjálpa Rússum.

Þetta drenglyndi felst reyndar aðallega í stóru láni sem þáverandi seðlabankastjóri sagði að Rússar hefðu boðið – svo spurðist ekki meira til þess láns, sem betur fer. Það hefði þýtt algjöra umbyltingu í íslenskri utanríkisstefnu.

Í Rússlandi er stjórn sem stendur fyrir innrás í nágrannaríkið Úkraínu, ógnar þjóðum eins og Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi. Áhyggjur eru einnig miklar í Finnlandi vegna framgöngu Rússa. Mannréttindi eru fótum troðin og lýðræði er til sýndar. Óvíða í heiminum viðgengst önnur eins spilling – stjórnarfarið hefur verið kallað þjófræði. Samkynhneigðir sæta ofsóknum.

Að auki er stjórn Pútíns farin að fjármagna starfsemi hægri öfgaflokka í Evrópu – og þeir horfa á móti með hrifningu til Kremlar.

Það er furðulegt að þingmaður úr Sjálfstæðisflokknum – flokknum sem taldi sig alltaf vera fjarska ábyrgan í utanríkismálum – skuli stinga upp á þessu.

Kenna þeir ekki lengur sögu í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?