fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Er kannski ekkert freistandi að verða ráðherra?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. desember 2014 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er næsta einstakt í stjórnmálasögu Íslands að þingmaður hafni ráðherraembætti. Um alþýðubandalagsmanninn Geir Gunnarsson, sem sat löngum í fjárlaganefnd, er sagt að hann hafi ekki viljað verða ráðherra. En annars eru fá dæmi um þetta.

Einari Kr. Guðfinnssyni stóð til boða að verða ráðherra um daginn en hann vildi það ekki. Kaus frekar að sitja áfram sem forseti Alþingis. Það er vissulega virðingarstaða, en ekkert í líkingu við að vera ráðherra. Yfirleitt er líka þegjandi samkomulag um að forseti þingsins sé kominn á endastöð á sínum pólitíska ferli, sé á leiðinni út.

Einari bauðst að verða innanríkisráðherra. Undir það embætti heyra vegir og flugvellir – fyrir utan dómsmálin – þetta er semsagt sérlega ákjósanlegt embætti fyrir þingmann af Vestfjörðum.

Samt sagði hann nei.

Gæti skýringanna verið að leita í stöðu ríkisstjórnarinnar? Kannski er ekki sérlega eftirsóknarvert að setjast í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, allavega ekki fyrir sjálfstæðismenn.

Hanna Birna hefur nýskeð hrökklast úr stjórninni, Ragnheiður Elín Árnadóttir á í mestu vandræðum með náttúrpassann, Kristján Þór Júlíusson situr uppi með læknaverkfall og heilbrigðiskerfi sem sagt er að sé komið að hruni, mjög lítið fer fyrir Illuga Gunnarssyni – Bjarni Benediktsson er sá eini sem virðist pluma sig nokkuð vel í sínu ráðuneyti, en þó fara miklir kraftar hjá honum í að laga sig að kröfum Framsóknarflokksins – og svo á líka eftir að sjá hvernig honum tekst til við afnám gjaldeyrishafta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu