fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Samstöðufundur með tónlistarkennurum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. nóvember 2014 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú vantar aðeins fjóra daga í að verkfall tónlistarkennara hafi staðið í heilan mánuð. Manni skilst að þokist lítið í samningaátt. Verkfallið gæti þess vegna staðið fram að jólum.

Samningavilji sveitarfélaganna virðist lítill, sérstaklega fulltrúa Reykjavíkur, og það eykur enn á vandann að sveitarfélögin og ríkið eru í togstreitu vegna tónlistarskólanna.

Þessi önn, sem foreldrar hafa borgað fyrir, fer að verða ónýt. Jólatónleikar sem hafa verið hápunktur starfsins fyrri part vetrar eru í uppnámi – börn og unglingar sem hafa ætlað að ljúka stigsprófum verða hugsanlega að fresta því.

Sjálfur á ég son í tónlistarskóla, hann er mjög ósáttur við að komast ekki í spilatíma né tónfræði. En hann eins og aðrir sem hafa kynnst innra starfi tónlistarskólanna skilur verkfallsaðgerðir kennaranna. Það fer ekki framhjá neinum sem þekkir til hversu hefur verið þrengt að tónlistarnáminu undanfarin ár.

Það er samstöðufundur með tónlistarkennurum í Hörpu í dag klukkan fimm. Foreldrar barna í tónlistarnámi eru sérstaklega hvattir til að mæta – mun ekki af veita ef málin eiga að komast á hreyfingu.

1932290_10205460353533942_3379908807030841608_n-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki