fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Valdamesti maðurinn í landbúnaðarkerfinu – og tengsl hans

Egill Helgason
Mánudaginn 6. október 2014 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sprengiefni í Kastljósi í kvöld.

Ekki síst hvað varðar Ólaf Friðriksson, skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, sem virðist vera valdamesti maðurinn í íslenska landbúnaðarkerfinu, allavega frá hlið hins opinbera. Réttnefndur kommissar. Formaður í alls konar nefndum og ráðum – til dæmis Verðlagsnefnd búvara og nefndinni sem ákvarðar innflutning á búvörum.

En hefur starfað í stjórnum fjölda fyrirtækja með aðilum úr Mjólkursamsölunni og Kaupfélagi Skagfirðinga sem hann þarf að vera hlutlaus gagnvart í starfi sínu í ráðuneytinu. Ennfremur má nefna að hann var í stjórn Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga – var semsagt tengdur hinum svokallaða S-hópi.

Allt er það rakið í Kastljósinu og er með nokkrum ólíkindum, Ólafur er semsagt í forsvari fyrir hið opinbera gagnvart mönnum sem hann er í klíku með.

Eðlilega var spurt um hæfi hans í þættinum – en Ólafur vildi ekki svara Kastljósi né landbúnaðarráðherra.

Þetta er maður sem afskaplega fáir hafa heyrt minnst á, enda var Kastljós með eldgamla ljósmynd af honum – frá því hann var kaupfélagsstjóri í Kaupfélagi Skagafjarðar.

Horfið með því að smella hérna.

ks_olafur_fridriksson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 4 dögum

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?