fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar bætist í hópinn – fjölmenn sendinefnd íslenskra stjórnmálamanna til Sochi

Egill Helgason
Föstudaginn 31. janúar 2014 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hérna má sjá nokkra þjóðarleiðtoga og stjórnmálamenn sem ætla ekki að fara á opnun Ólympíuleikanna í Sochi.

Barack Obama, David Cameron, Francois Hollande, Angela Merkel, Joachim Gauck, Stephen Harper – það virðist vera að mjög fáir alvöru stjórnmálamenn frá vestrænum ríkjum ætli að mæta.

Í forystu bandarísku sendinefndarinnar í Sochi er tennisleikarinn Billy Jean King. Hún er samkynhneigð.

Íþróttamálaráðherra Svíþjóðar, Lena Adelsohn Liljeroth, lýsti því yfir um dagin að hún ætlaði ekki að fara – og það væri pólitísk yfirlýsing.

En þetta á ekki við um Ísland. Það verður glæsileg sendinefnd sem fylgir íslensku keppendunum – sem eru reyndar ekki nema fimm talsins.

Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Illugi Gunnarsson og Eygló Harðardóttir ætla öll að fara, ráðherrarnir með mökum skilst manni.

Og það er náttúrlega ekki sérlega góð rök að ekki eigi að blanda saman íþróttum og pólitík, því undir eins og stjórnmálamenn mæta á svona viðburð í krafti embættis síns er það orðin pólitík. Annars myndu þeir bara láta íþróttamennina um þetta.

Eða verður það ekki pólitísk þegar birtist mynd af Ólafi Ragnari að taka í höndina á Pútin?

dm_131218_espnw_theword_billiejeanking

Tennisleikarinn Billy Jean King verður fulltrúi Bandaríkjanna í Sochi. Hún er samkynheigð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu