fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Mogginn: Dagur vinsælastur en Halldór í vandræðum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. janúar 2014 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er athyglisverð skoðanakönnunin sem slegið er upp á forsíðu Morgunblaðsins í morgun – og verður varla til að hjálpa Sjálfstæðisflokknum eða Halldóri Halldórssyni sérstaklega.

Þar kemur í ljós að Dagur B. Eggertsson hefur algjöra yfirburði þegar spurt er hver eigi að vera næsti borgarstjóri í Reykjavík. Hann nýtur um helmingsfylgis.

Halldór Halldórsson er með innan við tuttugu prósent og Sigurður Björn Blöndal, sem er í efsta sætinu hjá Bjartri framtíð, ekki með nema tíu prósent.

Samt sýnir sama skoðanakönnun að Björt framtíð er stærsti flokkurinn í borginni, með 29 prósenta fylgi. Milli BF og Samfylkingar eru slíkir gagnvegir að öruggt má telja að flokkarnir haldi áfram samstarfi eftir kosningarnar, það er bara spurning hvor flokkurinn fær borgarstjórastólinn.

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins hefur mætt miklum andróðri, ekki síst úr Hádegismóum. Halldór Halldórsson og aðrir frambjóðendur á listanum kunna Mogganum sjálfsagt litlar þakkir fyrir þennan forsíðuuppslátt.

A2014-01-28_w272

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu