Í íslenskri pólitík er Icesave eins og spýta – eða kannski bara lurkur – sem hægt er að nota til að lemja þá í hausinn sem eru ekki sammála manni. Eða þannig er Icesave allavega í meðförum sumra – það er dregið fram á hentugum augnablikum. Og það skiptir engu hvort Icesave kemur málinu við eða ekki.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, gagnrýnir þingmenn fyrir málflutning þeirra gagnvart ríkisstofnunum og ríkisforstjórum sem fara fram úr fjárlögum.
Vigdís Hauksdóttir bregst snögglega við á Facebook, sveiflar lurknum, og minnir á að Elín hafi viljað samþykkja Icesave.