Það virðist vera lenska að segja frá því að maður hafi fengið „haturspósta“.
Þetta getur verið allt frá ummælum í athugasemdakerfum yfir í eitthvað sem manni er sent heim, í tölvupósti eða bréfleiðis.
Ég ætla að upplýsa í þessu sambandi að ég hef í gegnum tíðina fengið ótal „haturspósta“ – af ýmsu tagi. Mér hefur verið hótað ýmsu, ég nenni ekki að fara út í það. En þar á meðal er líflát og barsmíðar. Og einatt fæ ég það óþvegið í kommentakerfum.
Ég hef hins vegar aldrei talið ástæðu til að gera neitt veður úr þessu.