Því miður er ófriðlegra í veröldinni en um nokkurt skeið.
Það eru engar stórstyrjaldir í gangi, en maður fylgist hryggur með atburðum í Úkraínu, Palestínu og Írak.
Við erum líka að upplifa tíma þegar despótisma vex ásmegin.
Við höfum ekki á íslensku gott orð um þetta, en notuð hafa verið orð eins og harðstjórn, einræði, geðþóttaræði – þau ná þessu samt ekki.
Fremstur í flokki fer despótinn Vladimír Pútín. Nýkjörinn er sem forseti Tyrklands Recep Erdogan –hann hefur lengi verið forsætisráðherra og stjórn hans hefur verið að færast nær despótisma.
Verst er að í lýðræðisríkjum er fólk sem hrífst með – hrífst af despótunum og stjórnarháttum þeirra. Það boðar ekki gott – en kallar á að lýðræðisþjóðir standi saman.