fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
Eyjan

Tími despóta

Egill Helgason
Mánudaginn 11. ágúst 2014 18:40

Vladímír Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður er ófriðlegra í veröldinni en um nokkurt skeið.

Það eru engar stórstyrjaldir í gangi, en maður fylgist hryggur með atburðum í Úkraínu, Palestínu og Írak.

Við erum líka að upplifa tíma þegar despótisma vex ásmegin.

Við höfum ekki á íslensku gott orð um þetta, en notuð hafa verið orð eins og harðstjórn, einræði, geðþóttaræði – þau ná þessu samt ekki.

Fremstur í flokki fer despótinn Vladimír Pútín. Nýkjörinn er sem forseti Tyrklands Recep Erdogan –hann hefur lengi verið forsætisráðherra og stjórn hans hefur verið að færast nær despótisma.

Verst er að í lýðræðisríkjum er fólk sem hrífst með – hrífst af despótunum og stjórnarháttum þeirra. Það boðar ekki gott – en kallar á að lýðræðisþjóðir standi saman.

hi-putin-852-cp-03451715-8col

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“