fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Eyjan

Ísland sem 20. fylki Noregs

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. júlí 2014 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson hefur stofnað Facebook síðu þar sem er fjallað um hvað myndi gerast ef Ísland gerðist 20. fylki Noregs – og hvort möguleiki sé á því. Þarna hefur meira að segja komið upp nafnið Fylkisflokkurinn og er þetta markmið hans, samkvæmt Gunnari Smára:

Fylkisflokkurinn vinnur að endursameiningu Íslands og Noregs með því að Ísland verði 20. fylki Noregs, íslenska verði eitt af ríkismálum Noregs, norska ríkinu beri samkvæmt stjórnarskrá að vernda og efla íslenska menningu og að Íslendingar njóti allra réttinda norskra borgara.

Á síðunni koma fram ýmsar vangaveltur um þetta, eins og til dæmis um það hvernig íslenska pólitíkin myndi samlagast hinni norsku.

Áhrifin á pólitíska landslagið yrði líklega sú að meginhluti Sjálfstæðisflokksins gengi inn í Høyre en kristilegasti hluti flokksins færi inn í Kristeleg Folkeparti. Samfylkingin félli inn í Arbeiderpartiet, nýja Framsókn ætti heima í Fremskrittspartiet en gamla Framsókn fyndi aftur hjarta sitt í Senterpartiet. Björt framtíð færi líklega inn í Venstre en VG mynda skiptist á milli Sosialistisk Venstreparti og Miljøpartiet de grønne (eða vinna að sameiningu þessara flokka).
Miðað við úrslit síðustu þingkosninga á Íslandi myndu 5 sjálfstæðismenn setjast á Stórþingið, fjórir Framsóknarmenn, tveir frá Samfylkingu og VG og einn frá Bjartri Framtíð og einn Pírati. Íslenska fylkið fengi 15 þingmenn til viðbótar við þá 169 sem sitja þar fyrir. Ísland yrði fjórða stærsta fylkið að þingmannatölu.

Meðal þeirra sem lýsa áhuga á málinu er Bragi Kristjónsson bóksali sem skrifar:

Ert þú með þetta Gunnar minn Smári? Þér líkt og hið bezta mál, vona að þetta fái stuðning, vonandi er líka, að við missum ekki hinn frábæra ráðherra Gunnar utanríkis – hann er alveg lífsnauðsyn.

En Jón Óskar myndlistarmaður veltir fyrir sér fánum þjóðanna sem hann er ekki ánægður með:

20. fylkið er óvitlaus hugmynd en fáninn er vandamál. Noregur og Ísland eru með ljótustu (skrautlegustu) fána Norðurlanda og ekki batna þeir við splæsinguna. Hvernig væri að hafa magenta kross á cyan grunni?

Gunnar Smári bendir svo á að samruninn við Noreg gæti haft áhrif til framþróunar:

Það er alls ekki fordæmalaust að ríki kjósi að ganga inn í annað ríki til að bæta hag borgaranna og rjúfa einangrun sem aftrar framþróun. Það gerðu Skotar til dæmis snemma á átjándu öld þegar þing þeirra samþykkti að ganga inn í United Kingdom. Í kjölfar þess kom langur góðæristími í láglöndum Skotlands og helstu borgum; og af honum spratt upp skoska upplýsingin sem gat af sér bæði öflug fræði og fagrar bókmenntir. Edinborg var á sínum tíma öflugri hugmyndapottur en Lundúnir. Skotar ætla sér síðan að kjósa um það í haust að ganga aftur úr United Kingdom eftir rúm 300 ár. Það er því hvorki fordæmalaust né óafturkræft fyrir Íslendinga að sækja um að verða fylki í öðru ríki.

10553698_829549383730228_681128681238213718_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir óvissu í framboðsmálum – „Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar“

Björn gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir óvissu í framboðsmálum – „Opinberlega heyrist hvorki hósti né stuna frá stjórn Varðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina

Ármann kveður bæjarstjórnarpólitíkina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lækna-Tómas sendir Þórdísi væna pillu – „Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðruvísi“

Lækna-Tómas sendir Þórdísi væna pillu – „Orðalag spurninga hennar er stundum vart hægt að túlka öðruvísi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hótanir Pútín hafa öfug áhrif – Ýta Svíum og Finnland nær NATO

Hótanir Pútín hafa öfug áhrif – Ýta Svíum og Finnland nær NATO
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta“ – Öflug netárás á Úkraínu

„Verið hrædd og búið ykkur undir það versta“ – Öflug netárás á Úkraínu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Núna er hluti af íslensku sálinni geymdur í lokaðri geymslu í Kaupmannahöfn“ segir Lilja

„Núna er hluti af íslensku sálinni geymdur í lokaðri geymslu í Kaupmannahöfn“ segir Lilja